top of page
Zrzut ekranu 2024-06-05 o 7.51.34 pm.png

Hygge Aðstoð!

Rafrænn aðstoðarmaður - af hverju að gera hlutina sjálfur?

Ímyndaðu þér að hafa einhvern sem heldur utan um öll smáatriðin, svo þú getir einbeitt þér að því sem skiptir mestu máli? Það er nákvæmlega það sem rafræni aðstoðarmaðurinn okkar gerir.

Við sjáum um að halda dagatalinu þínu skipulögðu, bóka fundi og minna þig á það sem er mikilvægt – alveg eins og persónulegur ritari sem sefur aldrei. En við stoppum ekki þar! Þú getur fengið aðstoð við símtöl, áminningar og ýmislegt annað sem einfaldar þér daginn og sparar tíma.

Hvort sem það er að halda utan um dagskrána þína, aðstoða í samskiptum eða létta á endalausum „to-do“ listum, þá er rafræni aðstoðarmaðurinn alltaf til staðar. Hann tekur á móti verkefnunum þínum, leysir þau fljótt og tryggir að ekkert gleymist.


Fyrir Bókhaldsskrifstofur: 
Við bjóðum uppá að halda utan um alla reikninga sem ykkur berast og flokka þá niður í möppur fyrir hvern og einn kúnna. Þannig náum við að halda besta skipulaginu á innhólfinu. 

Í stuttu máli: Minna vesen, meiri yfirsýn – og meiri tími fyrir þig!

bottom of page